Sport

Örn bætti eigið met

Sundkappinn Örn Arnarson úr SH, bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í dag. Örn synti á 50,47 sekúndum en fyrra metið var 50,59 sekúndur. Örn varð þriðji í sínum riðli og 30. sæti af 123 keppendum en hann hefði þurft að koma í mark á 49,73 til að komast í úrslit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×