Erlent

Gamalt morðmál tekið upp

Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa hafið rannsókn að nýju á morði á ónefndum Englendingi, 162 árum eftir að hann var myrtur. Á dögunum fannst bréf í húsi í bæ rétt utan við Adelaide, en verið var að gera húsið upp. Í bréfinu játar útfararstjóri bæjarins að hafa tæpum níutíu árum áður stungið mann til bana og grafið lík hans undir tré. Enda þótt ártölin virðast ekki koma heim og saman ákvað lögreglan að grafa upp tréð og í gær fundust bein undir því. Þau verða nú rannsökuð af meinafræðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×