Erlent

Útör leyniþjónustumannsins í Róm

Útför ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Calipari, sem féll í árás bandarískra hermanna á bíl sem flutti ítölsku blaðakonuna Júlíönu Sgrena úr haldi mannræningja á föstudag og út á flugvöll, fór fram í Róm á Ítalíu í morgun.  Mikill mannfjöldi var samankominn á götum Rómar þegar kistu Caliparis var ekið til útfararinnar. Í kirkjunni var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á meðal syrgjenda. Hans bíður erfitt hlutskipti að lægja reiðiöldur ítölsku þjóðarinnar vegna þessa atviks en mikil andstaða er á meðal þjóðarinnar við veru ítalskra hermanna í Írak. Berlusconi hefur lýst því yfir í ítölskum fjölmiðlum að stuðningur ítalskra stjórnvalda við Bandaríkjamenn sé óhaggaður þrátt fyrir atvikið, en ríkisstjórnin hefur engu að síður krafist þess að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×