Ekkert stofnfé hafi verið selt 25. júní 2005 00:01 Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Fréttastofa Bylgjunnar hringdi í Pál í morgun en hann hafnaði viðtali. Spurður um hvort stofnfjáreigendum hefði verið gert tilboð í bréf sín svaraði Páll að hann vissi ekki til þess. Í yfirlýsingu hans kemur fram að það sé vilji þeirra manna sem tóku við stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hinn 20. apríl síðastliðinn að fjölga stofnfjáraðilum. Til þess þurfi hins vegar 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi en þann styrk hafi stjórnin ekki í stofnfjáraðilahópnum. Það hafi jafnframt verið afstaða hinnar nýju stjórnar að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Berist slík beiðni verði hún að sjálfsögðu tekin fyrir og fullnægi hún skilyrðum laga muni sitjandi stjórn væntanlega taka hana til greina. Vakin er athygli á því að viðskipti með stofnfé í nokkrum öðrum sparisjóðum hafi verið fjörleg, til að mynda hafi meira en helmingur alls stofnfjár í SPRON skipt um eigendur á allra síðustu misserum. Segir Páll í yfirlýsingunni ekkert óeðlilegt við það að fjárfestar sýni bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar áhuga. Stjórnin telji það af hinu góða ef öflugir fjárfestar hafi áhuga fyrir sparisjóðnum og séu reiðubúnir til að fjárfesta í stofnfé hans. Sparisjóðurinn þurfi á því að halda að nýir og öflugir einstaklingar komi að stjórn sjóðsins og rekstri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Fréttastofa Bylgjunnar hringdi í Pál í morgun en hann hafnaði viðtali. Spurður um hvort stofnfjáreigendum hefði verið gert tilboð í bréf sín svaraði Páll að hann vissi ekki til þess. Í yfirlýsingu hans kemur fram að það sé vilji þeirra manna sem tóku við stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hinn 20. apríl síðastliðinn að fjölga stofnfjáraðilum. Til þess þurfi hins vegar 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi en þann styrk hafi stjórnin ekki í stofnfjáraðilahópnum. Það hafi jafnframt verið afstaða hinnar nýju stjórnar að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Berist slík beiðni verði hún að sjálfsögðu tekin fyrir og fullnægi hún skilyrðum laga muni sitjandi stjórn væntanlega taka hana til greina. Vakin er athygli á því að viðskipti með stofnfé í nokkrum öðrum sparisjóðum hafi verið fjörleg, til að mynda hafi meira en helmingur alls stofnfjár í SPRON skipt um eigendur á allra síðustu misserum. Segir Páll í yfirlýsingunni ekkert óeðlilegt við það að fjárfestar sýni bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar áhuga. Stjórnin telji það af hinu góða ef öflugir fjárfestar hafi áhuga fyrir sparisjóðnum og séu reiðubúnir til að fjárfesta í stofnfé hans. Sparisjóðurinn þurfi á því að halda að nýir og öflugir einstaklingar komi að stjórn sjóðsins og rekstri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira