Stefnir Landsbankanum og ríkinu 29. júní 2005 00:01 Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðalkrafa Lífeyrissjóðs bankamanna sú að Landsbankinn ábyrgist auknar lífeyrisskuldbindingar samfara verulegum launahækkunum í bankanum með svokallaðri bakábyrgð. Slík ábyrgð var fyrir hendi til ársins 1997 þegar stjórnvöld breyttu bankanum í hlutafélag og telur lífeyrissjóðurinn að sú ábyrgð sé enn í gildi. Til vara krefst Lífeyrissjóður bankamanna 2,6 milljarða króna skaðabótagreiðslu til þess að mæta auknum þunga lífeyrisgreiðslna. Vandi Lífeyrissjóðs bankamanna var ræddur á aðalfundi hans í apríl síðastliðnum, en þá stóðu vonir til þess að viðræður við forsvarsmenn Landsbankans skiluðu árangri. Af því hefur ekki orðið og af þeim sökum stefnir sjóðurinn bankanum nú. Vandi lífeyrissjóðsins felst einkum í því að laun bankamanna hafa hækkað verulega eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Lífeyrisskuldbindingar í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna miðast við þau laun sem bankamaður hefur við starfslok. Iðgjaldagreiðslur Landsbankans og starfsmanna frá fyrri tíð hrökkva því hvergi nærri fyrir lífeyrisgreiðslum sem taka mið af mun hærri launum en ráð var fyrir gert í útreikningum 1997 og 1998. Landsbankanum er stefnt þar sem um 75 prósent umræddra skuldbindinga snerta bankann og starfsmenn hans fyrr og nú. Fullyrt er að tapi Lífeyrissjóður bankamanna málinu fyrir dómstólum eigi sjóðurinn ekki annan kost en að skerða lífreyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Tapi Landbankinn málinu má hins vegar búast við því að Samson og aðrir eigendur bankans telji sig hafa greitt of hátt verð fyrir bankann og krefjist milljarða króna endurgreiðslu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðalkrafa Lífeyrissjóðs bankamanna sú að Landsbankinn ábyrgist auknar lífeyrisskuldbindingar samfara verulegum launahækkunum í bankanum með svokallaðri bakábyrgð. Slík ábyrgð var fyrir hendi til ársins 1997 þegar stjórnvöld breyttu bankanum í hlutafélag og telur lífeyrissjóðurinn að sú ábyrgð sé enn í gildi. Til vara krefst Lífeyrissjóður bankamanna 2,6 milljarða króna skaðabótagreiðslu til þess að mæta auknum þunga lífeyrisgreiðslna. Vandi Lífeyrissjóðs bankamanna var ræddur á aðalfundi hans í apríl síðastliðnum, en þá stóðu vonir til þess að viðræður við forsvarsmenn Landsbankans skiluðu árangri. Af því hefur ekki orðið og af þeim sökum stefnir sjóðurinn bankanum nú. Vandi lífeyrissjóðsins felst einkum í því að laun bankamanna hafa hækkað verulega eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Lífeyrisskuldbindingar í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna miðast við þau laun sem bankamaður hefur við starfslok. Iðgjaldagreiðslur Landsbankans og starfsmanna frá fyrri tíð hrökkva því hvergi nærri fyrir lífeyrisgreiðslum sem taka mið af mun hærri launum en ráð var fyrir gert í útreikningum 1997 og 1998. Landsbankanum er stefnt þar sem um 75 prósent umræddra skuldbindinga snerta bankann og starfsmenn hans fyrr og nú. Fullyrt er að tapi Lífeyrissjóður bankamanna málinu fyrir dómstólum eigi sjóðurinn ekki annan kost en að skerða lífreyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Tapi Landbankinn málinu má hins vegar búast við því að Samson og aðrir eigendur bankans telji sig hafa greitt of hátt verð fyrir bankann og krefjist milljarða króna endurgreiðslu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira