Erlent

Margra saknað eftir verksmiðjuhrun

Óttast er að hundruð verksmiðjustarfsmanna séu fastar undir rústum fataverksmiðju sem hrundi í bæ nærri Dakka, höfuðborg Bangladess, í nótt. Björgunarmenn hafa þegar grafið 15 lík úr rústunum og tekist að bjarga 58 manns, en þeir keppast nú við að leita fólks með leitarhundum og stórum krönum. Björgunarstarfið gekk illa í fyrstu þar sem erfitt var að koma stórvirkum vinnuvélum á staðinn vegna þess hve þröngar göturnar eru við verksmiðjuna. Lögregla telur að húsið hafi hrunið af völdum sprengingar í katli í verksmiðjunni, en að minnsta kosti 250 manns voru á næturvakt þegar hún hrundi. Fregnir berast af því byggingin, sem var níu hæða, hafi verið reist án tilskilinna leyfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×