Erlent

Sakaður um mútuþægni

Innanríkisráðherra Sýrlands framdi sjálfsmorð í dag. Innanríkisráðherrann, Ghazi Kanaan var yfirmaður leyniþjónustu Sýrlands í Líbanon í tuttugu ár. Ráðgert hafði verið að ráðherrann gæfi skýrslu til Sameinuðu þjóðanna á næstu dögum um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og eindregins andstæðings hersetu Sýrlendinga í Líbanon. Ráðherrann hafði verið sakaður um mútuþægni og yfirhylmingu og að hafa búið yfir upplýsingum um morðið á Hariri. Með hans síðustu verkum var að veita útvarpsviðtal þar sem hann freistaði þess að hreinsa sig af þeim ásökunum. Hann stytti sér líf með því að skjóta sig í höfuðið. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×