Viðskipti innlent

Rúmfatalagerinn opnar verslanir

„Við opnum fyrstu verslunina í Búlgaríu í næsta mánuði,“ segir Nils og Rúmfatalagerinn sé með því að hasla sér völl á nýjum markaði í Austur-Evrópu. Þeir hafi í nokkurn tíma verið að skoða tækifærin í Búlgaríu og á næsta ári sé stefnt að því að opna búð í Rúmeníu. Höfuðstöðvar Rúmfatalagersins verði þó áfram í Reykjavík. Nils segir búðirnar í Kanada og á Íslandi svipaðar hvað varðar stærð en þær séu aðeins minni í Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Nú þegar rekur Rúmfatalagerinn fjórar verslanir á Íslandi og stefnir á að opna nýja búð við Vesturlandsveg innan skamms. „Á Íslandi og í Kanada rekum við búðir sem eru á milli tvö og þrjú þúsund fermetrar en milli fimmtán hundruð og tvö þúsund fermetrar í Eystrasalti.“ Jákup Jacobsen opnaði sína fyrstu Rúmfatalagersverslun á Íslandi í Kópavogi árið 1987 í félagi við Jákup N. Purkhús. Ári síðar var verslun á Akureyri opnuð. Voru þetta með þeim fyrstu svokölluðu lágvöruverðsverslunum á Íslandi, en til samanburðar opnaði Bónus í apríl 1989. Árið 2000 voru þeir félagar útnefndir frumkvöðlar í íslensku atvinnulífi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
30
1.117.086
SYN
0,75
16
199.474
KVIKA
0,4
33
1.407.803
LEQ
0,17
3
31.111
BRIM
0
7
2.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,38
39
617.904
ICESEA
-1,95
5
43.538
ARION
-1,61
38
527.786
ICEAIR
-1,52
32
40.936
ORIGO
-1,44
13
187.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.