Erlent

Eftirlit með mannréttindahópum hert í Rússlandi

Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands. MYND/AP

Óttast er að mannréttindahópar í Rússlandi hrekist nú úr landi eftir að rússneska þingið, Dúman, samþykkti ný lög sem virðast eiga að gera mannréttindahópum erfiðara fyrir með að starfa í landinu. Samkvæmt lögunum verða allir slíkir hópar að skrá sig hjá því opinbera og samþykkja eftirlit af hálfu lögreglunnar. Allir flokkarnir fjórir sem sæti eiga í Dúmunni og styðja Pútin forseta, samþykktu lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×