Erlent

Lenín undir græna torfu?

Héraðsstjóri Pétursborgar, sem er talinn náinn pólitískur samherji Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hvatti í gær opinberlega til þess að lík Vladimírs Lenín, sem enn stendur uppi í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, verði fjarlægt þaðan og grafið. Frá þessu greindi ITAR-Tass-fréttastofan. Yfirlýsing héraðsstjórans, Valentinu Matviyenko, þessa efnis þykir nýjasta vísbendingin um að ráðamenn í Kreml séu að undirbúa það að koma stofnanda sovéska kommúnistaflokksins undir græna torfu, en hann dó árið 1924. Lenín óskaði þess sjálfur að vera greftraður við hlið móður sinnar í kirkjugarði í Pétursborg, en arftaki hans Jósef Stalín ákvað að lík hans skyldi smurt og látið standa uppi til sýnis fyrir almenning. Borís Jeltsín, fyrsti forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna, vildi jarða Lenín en gerði ekkert í því eftir harkalegar mótbárur kommúnista.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×