Erlent

Dani í hópi uppreisnarmanna í Írak

Að minnsta kosti einn danskur ríkisborgari af arabískum uppruna tekur þátt í uppreisninni í Írak. Þetta hefur arabíska dagblaðið Asharq Alawsat eftir innanríkisráðherra Íraks. Ráðherrann segir uppreisnarmenn í landinu koma frá ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu auk Danmerkur. Flestir þeirra séu af arabískum uppruna en engu að síður með vegabréf frá vestrænum ríkjum. Þá segir innanríkisráðherrann að aðeins 900 uppreisnarmenn frá útlöndum séu eftir í landinu en að tvö þúsund hafi verið drepnir í átökum síðustu mánaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×