Erlent

Ellilífeyrisþega varpað á dyr

MYND/AP
Ellilífeyrisþega var kastað út af flokksþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi, eftir að hafa kallað fram í ræðu Jack Straw utanríkisráðherra. Flokksþing Verkamannaflokksins í Bretlandi stendur nú yfir og þar hafa auk annarra málefna farið fram umræður um Íraksstríðið. Ljóst er að enn eru margir flokksmenn ekki sáttir við stefnu leiðtoga flokksins í málefnum Íraks. Hinn áttatíu og tveggja ára flokksmaður, Walter Wolfgang, gat ekki á sér setið, þegar Straw sagði breska hermenn vera í Írak, til að hjálpa nýrri stjórn þar í landi að búa til lýðræðisríki, og sagði þetta vitleysu. Ellilífeyrisþeginn sagðist þó ekkert hafa á móti flokksmönnum sínum eftir að hafa verið varpað á dyr, flestir væru þær inndælisfólk, en einn eða tveir hefðu þá dottið inn í einhverja vitleysu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×