Erlent

Rafmagn fór af Gasaborg eftir árás

Allt rafmagn fór af Gasaborg eftir að Ísraelsher skaut tugum eldflauga á svæðið í gærkvöld skömmu eftir að herskáir Palestínumenn höfðu lofað að hætta árásum en síðan skotið eldflaug á Ísrael. Ekki er enn vitað hvort einhver hafi fallið í árásunum en varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, sagði að ef leiðtogar Hamas héldu áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael myndu þeir senda þá þangað sem bæði Rantissi og Yassin væru. Yassin er einn af stofnendum Hamas og Ísraelar réðu hann af dögum í mars árið 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×