Erlent

Katrín: Ákærðir fyrir vanrækslu

Eigendur hjúkrunarheimilis í New Orleans voru í gær ákærðir fyrir að hafa sýnt vítaverða vanrækslu með því að skilja ósjálfbjarga sjúklinga heimilisins eftir þar í kjölfar fellibylsins Katrínar. Þrjátíu og fjögur lík sjúklinga og starfsmanna fundust á hjúkrunarheimilinu eftir hamfarirnar og verða eigendurnir, sem eru hjón, ákærð fyrir að hafa valdið dauða fólksins með vanrækslu sinni. Saksóknari í málinu segir að björgunarsveitarmenn hafi boðist til að fara með alla burt af heimilinu eftir fellibylinn en eigendurnir hafi neitað. Verjandi hjónanna segir hins vegar að þegar vatnsyfirborðið inni á spítalanum hafi farið að hækka ískyggilega hafi þau reynt allt sem þau gátu til að koma fólki út, en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×