Sport

ÍBV kvartar vegna Vals

Knattspyrnufélagið Valur gæti átt yfir höfði sér sekt og áminningu eftir að ljóst varð að félagið gerðist brotlegt gagnvart reglum KSÍ. Knattspyrnudeild ÍBV hefur sent Knattspyrnusambandi Íslands formlega kvörtun vegna ólöglegra viðræðna Landsbankadeildarliðs Vals við leikmann Eyjaliðsins. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals hefur viðurkennt að hringt hafi verið í Atla Jóhannsson leikmann ÍBV og beðið hann að ganga til liðs við Hlíðarendaliðið en fótbolti.net nafngreinir hann í frétt sinni fyrr í kvöld. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að umrætt símtal hafi átt sér stað á þriðjudaginn en reglur KSÍ kveða á að félögum sé ekki heimilt að setja sig í samband við samningsbundinn leikmann þegar félagaskiptagluggi er lokaður. Valur gæti nú átt yfir höfði sér refsingu af hendi KSÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×