Erlent

Brottflutningur af Gaza á áætlun

Víða voru haldnar einskonar kveðjuveislur á Gasa áður en svæðið var yfirgefið en gríðarleg sorg ríkir nú í Ísrael. Yfir níu þúsund manns hafa á síðustu dögum þurft að yfirgefa heimili sín og er reiði í garðs Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins mikil. Yfir átta hundruð manns hafa verið handteknir á undanförnum dögum vegna mótmæla. Mörghundruð ísraelskir her- og lögreglumenn voru á Gaza-svæðinu á miðnætti þar sem þeir sáu til þess að þeir Ísraelar sem enn voru á svæðinu færu. Það kom her- og lögreglumönnum á óvart að götur og hús voru nánast mannlaus þegar þeir komu á svæðið, og virtist sem flestir væru farnir á brott. Ekki var þó laust við að lögreglan þyrfti að kljást við reiðan múginn á landamærunum en segja má að brottflutningurinn hafi hingað til gengið stórslysalaust fyrir sig. Og þeir verða eflaust fleiri eftir daginn í dag en lögreglan hefur lent í þónokkrum átökum við mótmælendur nú í morgunsárið og hefur bókstaflega þurft að draga marga þeirra af svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×