Erlent

Þrjátíu létust í sprengjuárás

Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og yfir fimmtíu særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu með aðeins örfárra mínútna millibili í Baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Sprengjurnar sprungu báðar nálægt rútubílastöð með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sprakk þriðja sprengjan um fimmtán mínútum síðar eða þegar lögregla og sjúkralið var komið á staðinn en ekki er enn vitað hversu margir létust í þeirri sprengingu. Talið er að henni hafi sérstaklega verið beint að björgunarmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×