Enginn gróði af lágu verði 16. ágúst 2005 00:01 Aurasálin hefur velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. Hitt er gjörsamlega óskiljanlegt að þeir sem seldu vörurnar ódýrara en hinir hafi orðið svona ríkir. Eða öllu heldur er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna þeir sem seldu sömu vöruna á mun hærra verði skuli ekki vera í dag miklu ríkari en þeir feðgar. Manni finnst nú ekki ofrausn að einhverjir af þessum fræðingum sem Aurasálin hefur kostað til náms með skattpeningum sínum, skýri þetta fyrir íslenskum almenningi í eitt skipti fyrir öll. Aurasálin vill þó ekki draga þá ályktun að það hafi verið með svindli, enda verður að viðurkennast að tilraunir til þess að lesa ákærur á hendur Baugsmönnum mistókust. Það þyrfti nú að senda lögfræðinga á námskeið í því að segja það sem þeir eru að hugsa á máli sem einhverjir aðrir skilja. Nú er það svo að Aurasálin telur það almennt siðlaust að fólk græði meira en sem nemur sanngjörnum launum fyrir atorku sína og dugnað. Þau laun þarf svo sem ekkert að skera við nögl, en það er auðvitað í meira lagi undarlegt að menn verði milljarðamæringar af þessu öllu saman. Annars var frændi Aurasálarinnar sem er býsna glúrinn og hefur verið að græða eitthvað á því að gera ekki neitt að þetta væri pappírshagnaður. Hann skýrði þetta ekki mikið nánar, en Aurasálin er sannfærð um að pappírshagnaður geti ekki verið mjög góður hagnaður. Pappír er mjög forgengilegt efni og þolir hvorki vætu né sól. Aurasálin dregur því þá ályktun að þetta muni allt hrynja. Líka hjá Bónusfeðgum sem geta augljóslega ekki hafa grætt á því að selja vöruna ódýrar en hinir. Það bara gengur ekki upp. Hvað hina varðar sem seldu vörurnar dýrar en Bónus, þá er tími til kominn að einhver atorkusamur rannsóknarblaðamaður eða yfirvöld sjálf fletti ofan af því hvort þessir menn hafi ekki komið fúlgum fjár undan og eigi þá nú í svissneskum bönkum. Aurasálin verslaði stundum við Kaupfélagið sem seldi vörur á hærra verði en Bónus. Sambandi fór á hausinn og Aurasálin er viss um að þar hljóti peningar að hafa horfið til útlanda með dularfullum hætti. Útilokað er annað en að þeir hafi verið að græða, því vöruverðið var hátt og menn græða á því að kaupa ódýrt og selja dýrt. Ekki satt! Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aurasálin hefur velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. Hitt er gjörsamlega óskiljanlegt að þeir sem seldu vörurnar ódýrara en hinir hafi orðið svona ríkir. Eða öllu heldur er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna þeir sem seldu sömu vöruna á mun hærra verði skuli ekki vera í dag miklu ríkari en þeir feðgar. Manni finnst nú ekki ofrausn að einhverjir af þessum fræðingum sem Aurasálin hefur kostað til náms með skattpeningum sínum, skýri þetta fyrir íslenskum almenningi í eitt skipti fyrir öll. Aurasálin vill þó ekki draga þá ályktun að það hafi verið með svindli, enda verður að viðurkennast að tilraunir til þess að lesa ákærur á hendur Baugsmönnum mistókust. Það þyrfti nú að senda lögfræðinga á námskeið í því að segja það sem þeir eru að hugsa á máli sem einhverjir aðrir skilja. Nú er það svo að Aurasálin telur það almennt siðlaust að fólk græði meira en sem nemur sanngjörnum launum fyrir atorku sína og dugnað. Þau laun þarf svo sem ekkert að skera við nögl, en það er auðvitað í meira lagi undarlegt að menn verði milljarðamæringar af þessu öllu saman. Annars var frændi Aurasálarinnar sem er býsna glúrinn og hefur verið að græða eitthvað á því að gera ekki neitt að þetta væri pappírshagnaður. Hann skýrði þetta ekki mikið nánar, en Aurasálin er sannfærð um að pappírshagnaður geti ekki verið mjög góður hagnaður. Pappír er mjög forgengilegt efni og þolir hvorki vætu né sól. Aurasálin dregur því þá ályktun að þetta muni allt hrynja. Líka hjá Bónusfeðgum sem geta augljóslega ekki hafa grætt á því að selja vöruna ódýrar en hinir. Það bara gengur ekki upp. Hvað hina varðar sem seldu vörurnar dýrar en Bónus, þá er tími til kominn að einhver atorkusamur rannsóknarblaðamaður eða yfirvöld sjálf fletti ofan af því hvort þessir menn hafi ekki komið fúlgum fjár undan og eigi þá nú í svissneskum bönkum. Aurasálin verslaði stundum við Kaupfélagið sem seldi vörur á hærra verði en Bónus. Sambandi fór á hausinn og Aurasálin er viss um að þar hljóti peningar að hafa horfið til útlanda með dularfullum hætti. Útilokað er annað en að þeir hafi verið að græða, því vöruverðið var hátt og menn græða á því að kaupa ódýrt og selja dýrt. Ekki satt!
Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira