Sport

Genoa dæmt

Elsta knattspyrnufélag á Ítalíu, Genoa, var í morgun dæmt til þess að spila í þriðju deild.  Genoa vann sér sæti í efstu deildinni í maí þegar liðið sigraði Venezia.  Fljótlega eftir að leiknum lauk vöknuðu grunsemdir um að maðkur væri í mysunni og að úrslitum í leiknum hefði verið hagrætt. Forseti Genoa og framkvæmdastjóri voru dæmdir í fimm ára bann fyrir þátt sinn í svindlinu og þá voru tveir leikmenn Venezia sem áttu að hafa þegið mútur dæmdir í fimm og sex mánaða keppnisbann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×