Sport

Tvö heimsmet í sundinu

Í gærkvöldi voru tvö heimsmet slegin á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Montreal. Þessi met voru í 50 metra flugsundi karla og 100 metra bringusundi kvenna. Ronald Schoeman frá Suður-Afríku setti heimsmet í 50 metra flugsundi þegar hann synti á 22.96 sekúndum í úrslitasundinu og varð um leið heimsmeistari. Hann bætti heimsmetið, sem hann setti sjálfur í undanúrslitum í fyrrakvöld. Jessica Hardy frá Bandaríkjunum setti heimsmet í 100 metra bringusundi. Hún synti á 1 mínútu 6.20 sek. í undanúrslitum og bætti tveggja ára heimsmet Leisel Jones frá Ástralíu. Hardy og Jones mætast í úrslitasundinu sem fram fer í kvöld en Hardy er aðeins 18 ára gömul.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×