Sport

Sigur á Dönum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri sigraði Dani með 4 mörkum gegn 2 í opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag.Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu 2 mörk hvor. Íslenska liðið keppir við Finna á þriðjudag um 5. sætið á mótinu, en lið Noregs og Bandaríkjanna keppa til úrslita.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×