Sport

Magnús Gylfason skiptir í KR

Magnús Gylfason var spilandi þjálfari með Víkingi Ólafsvík í D-deildinni 1994 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum en liðið datt þá út úr átta liða úrslitum. Þetta var í fyrsta sinn sem Magnús þjálfaði meistaraflokk en hann hefur síðan þjálfað ÍBV í tvö ár og þjálfari nú KR á þriggja ára saming. Í frétt á heimasíðu KR kemur fram að leikheimildina ber upp á 38. afmælisdag þjálfarans og einnig að þar með séu þrír þjálfarar í Landsbankadeild karla skráðir í KR, Magnús, Willum Þór Þórsson (Þjálfari Vals) og Atli Eðvaldsson (Þjálfari Þróttar) auk þess sem Ólafur H. Kristjánsson (þjálfari Fram) lék síðast hér á landi í búningi Vesturbæjarliðsins. Magnús Gylfason hefur verið skráður sem leikmaður Víkings Ólafsvík undanfarin sex ár. Magnús lék 61 leik fyrir Víking í D-deildinni frá 1987 til 1995 og skoraði í þeim 21 mark. Magnús á einnig að baki 2 leiki í efstu deild með KR (1986) og skoraði 14 mörk í 33 leikjum með Stjörnunni í B-deildinni 1992 til 1993. Seinna árið átti hann mikinn þátt í að Stjörnuliðið komst upp í efstu deild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×