Sport

Fyrsti leikur Atla í kvöld

Atli Eðvaldsson stjórnar Þrótturum í fyrsta skipti í kvöld þegar lærisveinar hans taka á móti ÍA á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 19:15. Þróttur er í botnsæti deildarinnar á meðan ÍA siglir lygnan sjó í 5. sæti deildarinnar en með sigri geta þeir skotist í það fjórða. Þetta er seinni viðureign liðanna en í þeirri fyrri sigruðu Skagamenn með einu marki gegn engu með marki Hjartar Hjartarsonar.  Líklegt byrjunarlið Þróttar (4:4:2) Fjalar: Freyr, Eysteinn, Páll Einarsson, Ingvi:  Halldór, Haukur Páll, Hallur, Daníel: Þórarinn, Magnús Már. Líklegt byrjunarlið ÍA (4-5-1) Bjarki: Finnbogi, Gunnlaugur, Reynir,Guðjón: Pálmi, Helgi Pétur, Kári Steinn: Ellert Jón, Hjörtur, Hafþór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×