Sport

Við erum geysilega ánægðir

 „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var mjög góður og við áttum þá að setja á þá þrjú eða fjögur mörk. Eitt mark er lítið forskot og því vorum við varkárir í seinni hálfleik. Við erum með góða vörn og þá freistuðumst við til þess að detta aðeins niður og halda þessu forskoti. Við höfum sjaldan fengið eins mörg færi í sumar og við fengum í fyrri hálfleik nú. Sem betur fer dugði þetta eina mark,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH kátur eftir leik en FH-liðið hefur nú unnið alla sex leiki tímabilsins. „Ég held að munurinn hafi legið í því að við erum með reynslumikið lið og þetta er leikur sem mínir menn lifa fyrir og finnst gaman að taka þátt í. Reynslan kom okkur vel í þetta sinn því ég held að þeir hafi verð svolítið stressaðir,“ sagði Ólafur en hann er sáttur við frábæra byrjun meistaranna. „Næsti leikur er úti í Garði í bikarnum svo við erum ekki farnir að huga að næsta deildarleik. Við erum geysilega ánægðir með byrjun okkar á mótinu. Við höfum einbeitt okkur að því að hugsa um okkur sjálfa og það hefur gengið vel. Það er ekki hægt að gera betur, ég held það ekki, ég veit það,“ sagði Ólafur sem hefur stjórnað FH í 22 deildarleikjum í röð án þess að tapa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×