Sport

Afmælismótið hefst í dag

Í ár eru liðin 20 ár síðan keppnin Sterkasti maður Íslands var haldin hér á landi í fyrsta sinn og í tilefni af því verður sérstakur heiðursgestur með í keppninni. Það er sterkasti maður Bretlands, Adrian Rollings, sem náði góðum árangri í keppninni um sterkasta mann heims í fyrra. Keppendur í ár eru í yngri kantinum, þar sem ákveðin kynslóðaskipti eru að eiga sér stað í greininni um þessar mundir. Fyrsta greinin verður á dagskrá í dag, þar sem keppt verður í hnébeygju í gamla Sjónvarpshúsinu og hefst keppni klukkan 16.00. Einnig verður keppt við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 á morgun og í Hlégarði í Mosfellsbæ klukkan 16 sama dag. Keppninni lýkur svo í fjölskyldugarðinum á laugardaginn þar sem fjórar greinar verða á dagskrá klukkan 14. Mótið veitir keppendum þátttökurétt á ýmsum stórmótum í aflraunum og því má gera ráð fyrir að hart verði barist um sigurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×