Erlent

Ráðstefna um kjarnavopn hafin

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Bandaríkjamenn og Rússa í gær til að skera kjarnavopnabirgðir sínar niður svo að hvor þjóð myndi aðeins hafa yfir nokkur hundruð kjarnaoddum að ráða. Mánaðarlöng ráðstefna samtakanna um endurskoðun sáttmálans um takmörkun kjarnavopna hófst í gær en 35 ár eru síðan hann gekk í gildi. 189 ríki eiga aðild að sáttmálanum. Norður-Kóreumenn sögðu sig nýlega frá sáttmálanum og Íranir eru að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. Því óttast menn að sáttmálinn geti verið í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×