Erlent

Reikistjarna utan okkar sólkerfis

Í fyrsta sinn í sögunni hafa stjörnufræðingar komið auga á reikistjörnu utan okkar sólkerfis með óyggjandi hætti. Reikistjarnan sem um ræðir er gríðarstór og massi hennar er fimm sinnum meiri en Júpíters sem er stærsta reikistjarnan í okkar sólkerfi. Þó að það hafi oftsinnis áður gerst að stjörnufræðingar hafi séð eitthvað sem gæti verið reikistjarna utan okkar sólkerfis hefur það aldrei fengist staðfest fyrr en nú. Myndir sem teknar voru með gríðarstórum sjónauka í Chile fyrr á þessu ári sýna, svo ekki verður um villst, að um risastóra reikistjörnu er að ræða.
MYND/AP
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×