Erlent

Réttað verði líka yfir ráðamönnum

Sir Michael Boyce, sem var yfirmaður breska hersins þegar Íraksstríðið hófst, segir í viðtali við dagblaðið Observer í dag að verði breskir hermenn, þar á meðal hann sjálfur, dregnir fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn vegna Íraksstríðsins verði breskir ráðamenn þar líka. Boyce fór fram á ítarlegar lagalegar tryggingar stjórnvalda fyrir réttmæti stríðsins áður en það hófst og nú segist hann hafa gert það til þess að tryggja sig kæmi til dómsmáls. Tryggingar stjórnvalda myndu aldrei koma í veg fyrir slíkt heldur tryggja að aðrir en hermenn yrðu að svara til saka. Þegar blaðamaður Observer spurði hvort að hann ætti þá við Tony Blair og dómsmálaráðherrann Goldsmith svaraði Boyce: „Þú getur bölvað þér upp á það!“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×