Sport

Kveðjulandsleikur Romario

Brasilíska knattspyrnugoðið Romario lék kveðjulandsleik sinn með Brasilíu í gær gegn Guatemala. Brasilía vann 3-0 og skoraði Romario fyrsta mark leiksins eftir 16 mínútna leik. Þegar Romario var tekinn af velli eftir 39 mínútna leik þurfti að gera fimm mínútna hlé þar sem áhorfendur hylltu þennan mikla markahrók sem skoraði 71 mark í 84 landsleikjum og er næst markahæsti leikmaðurinn í sögu brasilíska landsliðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×