Hversu algeng er samkynhneigð? 28. apríl 2005 00:01 Tölur um samkynhneigð - Jón Valur Jensson, guðfræðingur. Í viðtali í Fréttablaðinu 7. þessa mánaðar fullyrðir Sverrir Páll Erlendsson kennari að 5-10% manna laðist að eigin kyni, sem jafngildi 800 til 1600 Akureyringum og 9 til 18 þúsund íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru ótrúlegar tölur. Allnokkuð er um að samkynhneigðir geri mikið úr fjölda sínum, enda gefur það kröfum þeirra um síaukin réttindi byr undir báða vængi. Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur á Útvarpi Sögu í marz gekk Þorvaldur Kristinsson, form. Samtakanna 78, svo langt að staðhæfa: "Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að varfærnustu tíðnitölur heimsins segja okkur, að hér hljóti að vera um 15-20.000 samkynhneigðir fullorðnir einstaklingar.". Takið eftir, að hann talaði um "varfærnustu" tölur. Sá reyndi maður ætti að vita betur, því að þetta er víðs fjarri sannleikanum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar í árslok 2001 jafngilda 15.000 manns um 6,9% fullorðinna Íslendinga, en 20.000 manns um 9,2%. Algengt mat á hlutfalli virkra samkynhneigðra í vestrænum þjóðfélögum er um 1-3%. Enn lægra er hlutfall samkynhneigðra meðal þeirra sem eru í föstu sambandi, t.d. um 0,5% af öllum samböndum í Kanada. Hér á landi nær fjöldi samkynhneigðra í staðfestri samvist aðeins um 0,2% af tölu giftra gagnkynhneigðra. Þetta kann að koma lesendum á óvart, miðað við hve mikið virðist bera á samkynhneigðum nú á dögum. En eitt sem gerir þennan hóp meira áberandi en ella er sú staðreynd, að þetta fólk er yfirleitt betur stætt en almennt gerist; samkynhneigðir í Bandaríkjunum voru með 58% hærri tekjur en almennt meðaltal 1990 og sem einstaklingar með þrefaldar meðaltekjur einstaklinga, auk þess að hafa 3 árum lengri menntun að baki. Margir þeirra eru hæfileikamenn í ýmsum stéttum, m.a. í hópi leikara, listamanna, rithöfunda og fjölmiðlamanna, ekki sízt í stórborgum á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Lífsstíll þeirra hefur því fengið verulega jákvæða kynningu í kvikmyndum og fjölmiðlaefni sem þaðan berst. Skv. manntali 2001 telja 1,3% kanadískra karlmanna og 0,7% kvenna sig vera samkynhneigð. Nýlegar rannsóknir frá ýmsum löndum sýna einnig að tíðni samkynhneigðar sé undir 3%, t.a.m. í einni frá Bandaríkjunum, þar sem 2,1% karlmanna og 1,5% kvenna voru talin með þessa kynhneigð (Gilman, SE, Am. J. of Public Health 91, 2001). Í nýlegri brezkri rannsókn teljast 2,8% karlmanna hommar (Mercer, CH, o.fl., AIDS 18, 2004). Í hollenzkri könnun kom í ljós, að 2,8% karlmanna og 1,4% kvenna höfðu átt í sambandi við manneskju af sama kyni (Sandfort, TG, o.fl., Arch. Gen. Psychiatry 58, 2001). Ýmsir eru vísir með að draga þessar rannsóknir í efa og vitna til umtalaðra kynlífsrannsókna dýrafræðiprófessorsins Kinseys (sem sjálfur var hommi) um miðja síðustu öld. En sú rannsókn byggðist á sjálfboðaliðum og ódæmigerðum þjóðfélagshópum, m.a. miklum fjölda refsifanga, og var á ýmsa vegu framkvæmd á ómarktækan hátt. Með hliðsjón af því og seinni tíma rannsóknum er ekki lengur hægt að meðtaka ýmsar meginniðurstöður Kinseys. Jafnvel sú algenga fullyrðing, að hann hafi sannað, að 10% karlmanna séu hommar, er ekki niðurstaða sem liggur fyrir sem slík í skýrslu hans. Þegar Þorvaldur Kristinsson heldur því fram, að "varfærnustu tíðnitölur heimsins" upplýsi okkur um, að 15-20.000 fullorðnir Íslendingar -- eða 6,9 til 9,2% -- séu samkynhneigðir, þá er það hrein og klár villa, því að vitanlega verða tíðnitölur upp á 0,7 til 3,3% að teljast ólíkt varfærnari. Þegar Sverrir Páll gefur sér, að 5-10% Íslendinga séu samkynhneigðir, þá er það sömuleiðis fjarri öllum líkum, miðað við traustar, erlendar rannsóknir. Engin ástæða er til að ætla, að hlutfall samkynhneigðra sé hærra á Íslandi en erlendis. Út frá ofangreindum rannsóknum er líklegt, að fjöldi fullorðinna homma á landinu öllu sé í mesta lagi um 3.000, en lesbíur um eða undir 1800. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Tölur um samkynhneigð - Jón Valur Jensson, guðfræðingur. Í viðtali í Fréttablaðinu 7. þessa mánaðar fullyrðir Sverrir Páll Erlendsson kennari að 5-10% manna laðist að eigin kyni, sem jafngildi 800 til 1600 Akureyringum og 9 til 18 þúsund íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru ótrúlegar tölur. Allnokkuð er um að samkynhneigðir geri mikið úr fjölda sínum, enda gefur það kröfum þeirra um síaukin réttindi byr undir báða vængi. Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur á Útvarpi Sögu í marz gekk Þorvaldur Kristinsson, form. Samtakanna 78, svo langt að staðhæfa: "Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að varfærnustu tíðnitölur heimsins segja okkur, að hér hljóti að vera um 15-20.000 samkynhneigðir fullorðnir einstaklingar.". Takið eftir, að hann talaði um "varfærnustu" tölur. Sá reyndi maður ætti að vita betur, því að þetta er víðs fjarri sannleikanum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar í árslok 2001 jafngilda 15.000 manns um 6,9% fullorðinna Íslendinga, en 20.000 manns um 9,2%. Algengt mat á hlutfalli virkra samkynhneigðra í vestrænum þjóðfélögum er um 1-3%. Enn lægra er hlutfall samkynhneigðra meðal þeirra sem eru í föstu sambandi, t.d. um 0,5% af öllum samböndum í Kanada. Hér á landi nær fjöldi samkynhneigðra í staðfestri samvist aðeins um 0,2% af tölu giftra gagnkynhneigðra. Þetta kann að koma lesendum á óvart, miðað við hve mikið virðist bera á samkynhneigðum nú á dögum. En eitt sem gerir þennan hóp meira áberandi en ella er sú staðreynd, að þetta fólk er yfirleitt betur stætt en almennt gerist; samkynhneigðir í Bandaríkjunum voru með 58% hærri tekjur en almennt meðaltal 1990 og sem einstaklingar með þrefaldar meðaltekjur einstaklinga, auk þess að hafa 3 árum lengri menntun að baki. Margir þeirra eru hæfileikamenn í ýmsum stéttum, m.a. í hópi leikara, listamanna, rithöfunda og fjölmiðlamanna, ekki sízt í stórborgum á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Lífsstíll þeirra hefur því fengið verulega jákvæða kynningu í kvikmyndum og fjölmiðlaefni sem þaðan berst. Skv. manntali 2001 telja 1,3% kanadískra karlmanna og 0,7% kvenna sig vera samkynhneigð. Nýlegar rannsóknir frá ýmsum löndum sýna einnig að tíðni samkynhneigðar sé undir 3%, t.a.m. í einni frá Bandaríkjunum, þar sem 2,1% karlmanna og 1,5% kvenna voru talin með þessa kynhneigð (Gilman, SE, Am. J. of Public Health 91, 2001). Í nýlegri brezkri rannsókn teljast 2,8% karlmanna hommar (Mercer, CH, o.fl., AIDS 18, 2004). Í hollenzkri könnun kom í ljós, að 2,8% karlmanna og 1,4% kvenna höfðu átt í sambandi við manneskju af sama kyni (Sandfort, TG, o.fl., Arch. Gen. Psychiatry 58, 2001). Ýmsir eru vísir með að draga þessar rannsóknir í efa og vitna til umtalaðra kynlífsrannsókna dýrafræðiprófessorsins Kinseys (sem sjálfur var hommi) um miðja síðustu öld. En sú rannsókn byggðist á sjálfboðaliðum og ódæmigerðum þjóðfélagshópum, m.a. miklum fjölda refsifanga, og var á ýmsa vegu framkvæmd á ómarktækan hátt. Með hliðsjón af því og seinni tíma rannsóknum er ekki lengur hægt að meðtaka ýmsar meginniðurstöður Kinseys. Jafnvel sú algenga fullyrðing, að hann hafi sannað, að 10% karlmanna séu hommar, er ekki niðurstaða sem liggur fyrir sem slík í skýrslu hans. Þegar Þorvaldur Kristinsson heldur því fram, að "varfærnustu tíðnitölur heimsins" upplýsi okkur um, að 15-20.000 fullorðnir Íslendingar -- eða 6,9 til 9,2% -- séu samkynhneigðir, þá er það hrein og klár villa, því að vitanlega verða tíðnitölur upp á 0,7 til 3,3% að teljast ólíkt varfærnari. Þegar Sverrir Páll gefur sér, að 5-10% Íslendinga séu samkynhneigðir, þá er það sömuleiðis fjarri öllum líkum, miðað við traustar, erlendar rannsóknir. Engin ástæða er til að ætla, að hlutfall samkynhneigðra sé hærra á Íslandi en erlendis. Út frá ofangreindum rannsóknum er líklegt, að fjöldi fullorðinna homma á landinu öllu sé í mesta lagi um 3.000, en lesbíur um eða undir 1800.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar