Erlent

Hermönnum fækkað innan árs

Bandarískum hermönnum í Írak verður líklega fækkað verulega þegar í byrjun næsta árs. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum innan Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þeir segja að árásum uppreisnarmanna hafi fækkað verulega undanfarna mánuði og þá hafi meira en 150 þúsund írakskir þjóðvarðliðar þegar hlotið næga þjálfun til þess að hefja störf. Þeir eru þar með orðnir fleiri en bandarískir hermenn í Írak, en þeir eru alls 140 þúsund. Reynsluleysi þeirra gerir það hins vegar að verkum að þeir geta ekki tekið að sér að gæta öryggis í landinu strax. Í gær sagði Jalal Talabani, nýkjörinn forseti Íraks, að hann teldi að Bandaríkjaher yrði farinn að öllu leyti frá Írak innan tveggja ára. Raunhæft væri að ætla að brottfluttningur hæfist í upphafi næsta árs og vorið 2007 gætu Írakar að öllu leyti séð sjálfir um öryggi í sínu landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×