Stoðunum fjölgar Hafliði Helgason skrifar 13. október 2005 19:01 Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar