Erlent

Lögreglustjóri myrtur í Írak

Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×