Erlent

Hungursneyð yfirvofandi í N-Kóreu

Íbúar Norður-Kóreu þurfa 500 þúsund tonn af matvælum frá alþjóðasamfélaginu á þessu ári. Að öðrum kosti eru milljónir Norður-Kóreumanna í hættu vegna hungursneyðar. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að um fimmtán af tuttugu og fjórum milljónum íbúa séu háðir matargjöfum frá hinu opinbera. Þetta lætur nærri að vera tveir þriðju hlutar allra íbúa landsins. Vegna mikillar eftirspurnar hefur matarskammtur hins opinbera verið minnkaður og uppfyllir nú aðeins helming orkuþarfar fullvaxta einstaklings. Svo lág eru laun fólks í Norður Kóreu að kílóverð af hrísgrjónum er einn fimmti af mánaðarlaunum meðalmanns. Eigi að takast að koma í veg fyrir hungursneyð í landinu, þarf alþjóðasamfélagið að leggja til um það bil þrettán milljarða íslenskra króna til verkefnisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×