Innlent

Titringur meðal leikara

Ákvörðun þjóðleikhússtjóra um að segja upp tíu fastráðnum leikurum hefur valdið miklum titringi meðal leikara Þjóðleikhússins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir af þeim sem nú hefur verið sagt upp föstu starfi eru þeir leikarar sem bera uppi vinsælustu sýningar hússins. Þetta sé ungt fólk sem sé að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði eins og gengur og ansi hart af fyrrverandi formanni Bandalags listamanna að ráðast svona gegn þeirra starfskjörum. Eins og greint var frá á Vísi í gær verður tíu leikurum við Þjóðleikhúsið upp um mánaðamótin. Ákvörðunin var kynnt á starfsmannafundi í gær. Tinna Gunnlaugsdóttir, nýráðinn þjóðleikhússtjóri, telur ráðningasamninga leikara við húsið að mörgu leyti óheppilega fyrir hið listræna starf. Flestir leikarar Þjóðleikhússins eru fastráðnir með sex mánaða uppsagnarfrest. Þetta telur Tinna ekki gott kerfi því það bindi hendur hennar og leikstjóra sem ráðnir séu til ákveðinna verka við val á leikurum í sýningar sínar. Hún telur þörf á að breyta þessu og til að gefa tóninn hefur hún nú sagt upp þeim tíu leikurum sem stystan starfsaldur hafa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×