Stríð um fjölmiðla í Bandaríkjunum Þórlindur Kjartansson skrifar 24. febrúar 2005 00:01 Í tveimur nýlegum bókum rekur blaðamaðurinn David Brock það hvernig sumir af stærstu og máttugustu fjölmiðlum Bandaríkjanna um þessar mundir starfa fyrst og fremst í þágu málstaðar í stað þess að hafa í heiðri hefðbundin viðmið um sanngirni og hlutleysi í fréttamennsku. Í bók sinni The Republican Noise Machine rekur hann sögu þess hvernig bandarískir hægrimenn hafa á nokkrum áratugum útbúið net fjölmiðla sem þjónar þeim tilgangi fyrst og fremst að koma sjónarmiðum Repúblikanaflokksins á framfæri. Brock starfaði sem blaðamaður hjá hægrisinnuðu blaði áður en hann sneri blaðinu við og gerðist hálfgerður uppljóstrari um starfsvenjur hjá áhrifamiklum fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Bækur hans hafa vitaskuld vakið athygli og lof hjá þeim fjölmiðlum sem nú eiga undir vök að verjast sökum velgengni þeirra fjölmiðla sem Brock kallar "hávaðavél Repúblikanaflokksins". Það hefur löngum verið viðkvæði hægrimanna í Bandaríkjunum að vinstrimenn ráði lögum og lofum á mikilvægustu fréttastofum landsins. Að mati Brocks sýna engar akademískar rannsóknir fram á að þetta sé svo í raun en hann telur það hafa þjónað hagsmunum repúblikana vel að hrópa stöðugt á torgum um þá meintu ósanngjörnu meðferð sem þeir hljóti í fjölmiðlum. Með stöðugum ásökunum á hendur fjölmiðlum hefur nefnilega smám saman tekist að festa það viðhorf í hugum stórs hluta kjósenda að helstu fréttastofurnar flytji fréttir út frá sjónarmiði vinstrimanna - eða það sem hefur jafnvel ennþá meiri hljómgrunn - út frá sjónarmiði menntaelítunnar á Austurströndinni. Í þennan jarðveg hafa íhaldsmenn í Bandaríkjunum sáð fjöldanum öllum af nýjum hægrisinnuðum fjölmiðlum á síðustu áratugum með misjöfnum árangri. Vatnaskil urðu árið 1996 þegar ný stjórn tók við á Fox-sjónvarpsstöðvunum og Fox News var stofnað. Viðkvæði og vígorð Fox-stöðvarinnar eru að þar sé gætt hlutleysis (að fréttirnar séu "fair and balanced") og að áhorfandanum sé eftirlátið að draga ályktanir ("you decide"). Brock heldur því fram að Fox -sjónvarpsstöðin hafi með þessu móti nýtt sér að almenningi hafi um árabil verið innrætt að hinir stóru fjölmiðlarnir væru tortryggilegir. Niðurstaðan sé sú að Fox News geti leyft sér að vera eins hlutdræg og ósanngjörn og stjórnendur hennar lystir - almenningi finnist einfaldlega að þar sé komið mótvægi við vinstri slagsíðuna á öðrum fjölmiðlum. Í útvarpi er skærasta stjarna hægrimanna hinn orðhvati og hnyttni Rush Limbaugh. Hann hefur í hartnær tuttugu ár verið langvinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjanna og daglega hlusta milljónir manna á málflutning hans. Sú heimsmynd sem Limbaugh túlkar til áheyrenda sinna er ákaflega einföld. Hún byggist á "við gegn þeim" hugmyndafræði. Demókrötum er kinnroðalaust líkt við kommúnista, hryðjuverkamenn eða jafnvel Satan sjálfan. Limbaugh er óheyrilega orðheppinn og fyndinn útvarpsmaður og mikilvægi hans fyrir Repúblikanaflokkinn sést á því að menn á borð við Newt Gingrich hafa beinlínis þakkað honum kosningasigur repúblikana árið 1996 og bæði George W. Bush og Dick Cheney hafa verið gestir hjá honum. Á netinu eru áhrif Matt Drudge viðlíka og Limbaugh hefur í útvarpi. Á vefsíðunni Drudgereport.com er að finna tengingar í fréttir sem gjarnan eru valdar til þess að styðja málstað repúblikana eða til að niðurlægja andstæðinga flokksins. Um sjö milljónir gesta fara inn á vefsíðu Drudge daglega og efni sem þar birtist er oftlega gripið af öðrum fjölmiðlum. Birting á Drudgereport getur því breytt léttvægri frétt eða kjaftasögu í helstu frétt dagsins í Bandaríkjunum og víðar. Heildaráhrifin af þessu veldi íhaldsmanna í fjölmiðlum eru þau að með sífelldum endurtekningum tekst að búa til stemmningu hjá fjölmiðlum um tiltekin mál eða tiltekna frasa. Þannig rekur Brock nokkur dæmi um það hvernig Al Gore fékk á sig þann stimpil að vera lygari vegna þess að nokkrir fjölmiðlar höfðu vísvitandi mistúlkað ýmis ummæli hans. Með því að endurtaka hinn skrumskælda sannleika nógu oft fóru aðrir fjölmiðlar að fjalla um "trúverðugleikavandamál" Gore - sem síðan hafði óhjákvæmilega áhrif á það hvernig kjósendur völdu í kosningunum 2000. Annað nýlegra dæmi er umfjöllum fjölmiðla um John Kerry í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Um mitt sumar fóru að berast fréttir af því að einhverjir fyrrum félagar hans úr Víetnamstríðinu héldu því fram að hetjudáðir hans í stríðinu væru upplognar, sviðsettar eða ýktar. Aldrei fannst nein sönnun á þessum ásökunum en þegar áhrifamiklir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar eins og um eðlilegt umfjöllunarefni væri að ræða - en ekki áróður pólitískra andstæðinga - hafði það skemmandi áhrif á kosningabaráttu Kerrys. Niðurstaða Brocks er sú að vönduð og hlutlæg fjölmiðlaumfjöllun eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum. Með því að ráðast nógu harkalega á vandvirka fjölmiðla hafi hægrisinnuðum fjölmiðlamálpípum tekist að koma sér í þá stöðu að þeim leyfist að gagnrýna aðra fyrir hlutdrægni - á sama tíma og engin tilraun er gerð til hlutleysis eða sanngirni af þeirra eigin hálfu.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í tveimur nýlegum bókum rekur blaðamaðurinn David Brock það hvernig sumir af stærstu og máttugustu fjölmiðlum Bandaríkjanna um þessar mundir starfa fyrst og fremst í þágu málstaðar í stað þess að hafa í heiðri hefðbundin viðmið um sanngirni og hlutleysi í fréttamennsku. Í bók sinni The Republican Noise Machine rekur hann sögu þess hvernig bandarískir hægrimenn hafa á nokkrum áratugum útbúið net fjölmiðla sem þjónar þeim tilgangi fyrst og fremst að koma sjónarmiðum Repúblikanaflokksins á framfæri. Brock starfaði sem blaðamaður hjá hægrisinnuðu blaði áður en hann sneri blaðinu við og gerðist hálfgerður uppljóstrari um starfsvenjur hjá áhrifamiklum fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Bækur hans hafa vitaskuld vakið athygli og lof hjá þeim fjölmiðlum sem nú eiga undir vök að verjast sökum velgengni þeirra fjölmiðla sem Brock kallar "hávaðavél Repúblikanaflokksins". Það hefur löngum verið viðkvæði hægrimanna í Bandaríkjunum að vinstrimenn ráði lögum og lofum á mikilvægustu fréttastofum landsins. Að mati Brocks sýna engar akademískar rannsóknir fram á að þetta sé svo í raun en hann telur það hafa þjónað hagsmunum repúblikana vel að hrópa stöðugt á torgum um þá meintu ósanngjörnu meðferð sem þeir hljóti í fjölmiðlum. Með stöðugum ásökunum á hendur fjölmiðlum hefur nefnilega smám saman tekist að festa það viðhorf í hugum stórs hluta kjósenda að helstu fréttastofurnar flytji fréttir út frá sjónarmiði vinstrimanna - eða það sem hefur jafnvel ennþá meiri hljómgrunn - út frá sjónarmiði menntaelítunnar á Austurströndinni. Í þennan jarðveg hafa íhaldsmenn í Bandaríkjunum sáð fjöldanum öllum af nýjum hægrisinnuðum fjölmiðlum á síðustu áratugum með misjöfnum árangri. Vatnaskil urðu árið 1996 þegar ný stjórn tók við á Fox-sjónvarpsstöðvunum og Fox News var stofnað. Viðkvæði og vígorð Fox-stöðvarinnar eru að þar sé gætt hlutleysis (að fréttirnar séu "fair and balanced") og að áhorfandanum sé eftirlátið að draga ályktanir ("you decide"). Brock heldur því fram að Fox -sjónvarpsstöðin hafi með þessu móti nýtt sér að almenningi hafi um árabil verið innrætt að hinir stóru fjölmiðlarnir væru tortryggilegir. Niðurstaðan sé sú að Fox News geti leyft sér að vera eins hlutdræg og ósanngjörn og stjórnendur hennar lystir - almenningi finnist einfaldlega að þar sé komið mótvægi við vinstri slagsíðuna á öðrum fjölmiðlum. Í útvarpi er skærasta stjarna hægrimanna hinn orðhvati og hnyttni Rush Limbaugh. Hann hefur í hartnær tuttugu ár verið langvinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjanna og daglega hlusta milljónir manna á málflutning hans. Sú heimsmynd sem Limbaugh túlkar til áheyrenda sinna er ákaflega einföld. Hún byggist á "við gegn þeim" hugmyndafræði. Demókrötum er kinnroðalaust líkt við kommúnista, hryðjuverkamenn eða jafnvel Satan sjálfan. Limbaugh er óheyrilega orðheppinn og fyndinn útvarpsmaður og mikilvægi hans fyrir Repúblikanaflokkinn sést á því að menn á borð við Newt Gingrich hafa beinlínis þakkað honum kosningasigur repúblikana árið 1996 og bæði George W. Bush og Dick Cheney hafa verið gestir hjá honum. Á netinu eru áhrif Matt Drudge viðlíka og Limbaugh hefur í útvarpi. Á vefsíðunni Drudgereport.com er að finna tengingar í fréttir sem gjarnan eru valdar til þess að styðja málstað repúblikana eða til að niðurlægja andstæðinga flokksins. Um sjö milljónir gesta fara inn á vefsíðu Drudge daglega og efni sem þar birtist er oftlega gripið af öðrum fjölmiðlum. Birting á Drudgereport getur því breytt léttvægri frétt eða kjaftasögu í helstu frétt dagsins í Bandaríkjunum og víðar. Heildaráhrifin af þessu veldi íhaldsmanna í fjölmiðlum eru þau að með sífelldum endurtekningum tekst að búa til stemmningu hjá fjölmiðlum um tiltekin mál eða tiltekna frasa. Þannig rekur Brock nokkur dæmi um það hvernig Al Gore fékk á sig þann stimpil að vera lygari vegna þess að nokkrir fjölmiðlar höfðu vísvitandi mistúlkað ýmis ummæli hans. Með því að endurtaka hinn skrumskælda sannleika nógu oft fóru aðrir fjölmiðlar að fjalla um "trúverðugleikavandamál" Gore - sem síðan hafði óhjákvæmilega áhrif á það hvernig kjósendur völdu í kosningunum 2000. Annað nýlegra dæmi er umfjöllum fjölmiðla um John Kerry í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Um mitt sumar fóru að berast fréttir af því að einhverjir fyrrum félagar hans úr Víetnamstríðinu héldu því fram að hetjudáðir hans í stríðinu væru upplognar, sviðsettar eða ýktar. Aldrei fannst nein sönnun á þessum ásökunum en þegar áhrifamiklir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar eins og um eðlilegt umfjöllunarefni væri að ræða - en ekki áróður pólitískra andstæðinga - hafði það skemmandi áhrif á kosningabaráttu Kerrys. Niðurstaða Brocks er sú að vönduð og hlutlæg fjölmiðlaumfjöllun eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum. Með því að ráðast nógu harkalega á vandvirka fjölmiðla hafi hægrisinnuðum fjölmiðlamálpípum tekist að koma sér í þá stöðu að þeim leyfist að gagnrýna aðra fyrir hlutdrægni - á sama tíma og engin tilraun er gerð til hlutleysis eða sanngirni af þeirra eigin hálfu.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun