Erlent

Handtekinn vegna Bengtsson ránsins

Einn hefur verið handtekinn grunaður um að eiga þátt í ráninu á sænska stórforstjóranum Fabian Bengtsson. Að sögn sænska Aftonbladet er hinn grunaði þekktur fyrir ofbeldisverk en lögreglan hefur neitað að upplýsa hver maðurinn er. Maðurinn var á flótta erlendis þegar hann var handtekinn, en ekki hefur þó verið upplýst hvar hann var handtekinn. Expressen segir lögreglu vita hverjir mannræningjarnir eru. Þeirra er leitað erlendis. Þá hefur Aftonbladet eftir lögreglu að símtal gefi til kynna að einn ræningjanna hafi talað frönsku og annar sé frá Austur-Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×