Erlent

Dregið úr ferðatakmörkunum

Ísraelar hafa samþykkt að draga úr ferðahömlum á Vesturbakkanum á komandi vikum, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Þetta getur bætt aðstæður Palestínumanna verulega því vegatálmar og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi hafa skert mjög lífsgæði almennings. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti íhugar boð Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um að hitta hann í Jerúsalem. Áður hafði Sharon boðið Abbas á búgarð sinn í suðurhluta Ísraels og er búist við að þeir hittist þar á allra næstu vikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×