Erlent

Fórnarlamba minnst

Franskir eftirlifendur helfararinnar vígðu í gær "Nafnavegg", minnismerki sem nafngreinir 76.000 gyðinga sem fluttir voru frá Frakklandi í síðari heimsstyrjöldinni. Serge Klarsfeld, einn af tíu sérfræðingum sem tóku listann saman eftir upplýsingum sem fundust í skjölum Gestapo auk upplýsinga frá frönskum fjölskyldum, segir að veggurinn sýni að helförin sé orðin mikilvægur hluti af vitund þjóðarinnar, eins og hún ætti að vera. Veggurinn er staðsettur við innganginn að miðstöð til minningar fórnarlamba helfararinnar, miðsvæðis í Marais hverfinu. Jacques Chirac, forseti Frakklands, mun formlega opna miðstöðina á þriðjudag. Þá mun hann einnig fara til Auschwitz, til að vera viðstaddur minningarathöfn þar sem þess er minnst að sextíu ár eru liðin frá því vinnubúðunum var lokað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×