Erlent

Örlögin minna á Rómeó og Júlíu

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá harmrænni sögu í dag sem minnir um margt á sögu Rómeós og Júlíu. Eldri maður svipti sig lífi eftir að hafa gefist upp á að bíða eftir að konan sín vaknaði úr dái. Hún hafði legið í dái í fjóra mánuði eftir hjartaáfall. Tæpum sólarhring eftir sjálfsvíg mannsins komst konan hins vegar til meðvitundar og fékk þá fréttirnar af örlögum mannsins síns líkt og Júlía í leikriti Williams Shakespears. Ólíkt Júlíu svipti hún sig þó ekki lífi, en þess má geta að elskendurnir öldnu bjuggu í Padua sem er um sextíu kílómetra frá Veróna sem var sögusvið leikritsins fræga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×