Erlent

Samkomulag um viðvörunarkerfi

Sérfræðingar og embættismenn sem funda í Japan um viðvörunarkerfi við flóðbylgjum hafa náð samkomulagi um tillögu að slíku kerfi eftir miklar þrætur og valdabaráttu. Kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir hörmungar á borð við þær sem flóðbylgjan í Suðaustur-Asíu olli. Tillagan þykir þó heldur loðin því þar er ekki tilgreint í smáatriðum hvernig koma eigi kerfinu á laggirnar. Innan Sameinuðu þjóðanna er stefnt að því að viðvörunarkerfið verði komið í notkun á Indlandshafi eftir eitt til eitt og hálft ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×