Erlendar sveitir í Írak í 10-15 ár 22. janúar 2005 00:01 Erlendar hersveitir verða í Írak í tíu til fimmtán ár, að mati bresks þingmanns í varnarmálanefnd breska þingsins. Engu að síður eru gerðar áætlanir um brotthvarf við fyrsta tækifæri í Washington og Lundúnum. Uppreisnarmenn í Írak kveðast ætla að sleppa átta kínverskum gíslum þeir þeir hafa haldið. Uppreisnarmennirnir sendu frá sér myndbandsupptöku þar sem þeir sögðu gíslunum verða sleppt þar sem kínversk stjórnvöld hefðu við kröfum um að vara þegna sína við ferðalögum til Íraks. Talsmenn kínverskra stjórnvalda segja langt síðan að varað var við ferðum til Íraks. Uppreisnarmennirnir segja að ekkert lausnargjald hafi verið greitt og að líðan mannanna sé góð. Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás á brúðkaupsveislu skammt suður af Bagdad í gærkvöldi. Sjónarvottar segja að sjúkrabíl fylltum sprengiefni hafi verið ekið að tjaldi þar sem veislan fór fram og hann sprengdur í loft upp. Tuttugu og sjö særðust og er sumum þeirra ekki hugað líf. Það voru sjítar sem fögnuðu brúðkaupinu en þeir eru eitt af meginskotmörkum hryðjuverkamanna í Írak sem vilja valda upplausn og ringulreið í aðdraganda kosninganna sem eiga að fara fram eftir tæpa viku. Þó að Bandaríkjamenn og Bretar segi ljóst að hersveitir þeirra verði í Írak uns þarlendar sveitir eru færar um að taka við störfum þeirra greinir breska blaðið Guardian frá því í dag að nú þegar liggi fyrir áætlanir um brotthvarf frá Írak við fyrsta tækifæri. Í Washington, Bagdad og Lundúnum er hermt að áherlsa sé lögð á að eiga slíkar áætlanir kæmi til þess að ný, íröksk ríkisstjórn bæði hersetuveldin að hverfa á brott. Talsmenn breskra stjórnvalda neita því að dagsetningar liggi fyrir og segja sérfræðingar þeirra ljóst að yrði ákvörðun um brotthvarf tekin í dag tæki það í það minnsta allt þetta ár að flytja mannskap og búnað á brott. Sérfræðingar bresku utanríkis- og varnarmálaráðuneytanna meta írakska herinn svo að aðeins fimm þúsund af um 120 þúsund hermönnum séu nægilega vel þjálfaðir til að geta tekist á við starfann. Nefndarmaður í bresku varnarmálanefndinni, sem er nýkominn frá Bagdad, metur ástandið svo að erlendar hersveitir verði í Írak í tíu til fimmtán ár þar sem Írakar sjálfir séu ekki og verði ekki um hríð færir um að takast sjálfir á við ástandið í landinu. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Erlendar hersveitir verða í Írak í tíu til fimmtán ár, að mati bresks þingmanns í varnarmálanefnd breska þingsins. Engu að síður eru gerðar áætlanir um brotthvarf við fyrsta tækifæri í Washington og Lundúnum. Uppreisnarmenn í Írak kveðast ætla að sleppa átta kínverskum gíslum þeir þeir hafa haldið. Uppreisnarmennirnir sendu frá sér myndbandsupptöku þar sem þeir sögðu gíslunum verða sleppt þar sem kínversk stjórnvöld hefðu við kröfum um að vara þegna sína við ferðalögum til Íraks. Talsmenn kínverskra stjórnvalda segja langt síðan að varað var við ferðum til Íraks. Uppreisnarmennirnir segja að ekkert lausnargjald hafi verið greitt og að líðan mannanna sé góð. Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás á brúðkaupsveislu skammt suður af Bagdad í gærkvöldi. Sjónarvottar segja að sjúkrabíl fylltum sprengiefni hafi verið ekið að tjaldi þar sem veislan fór fram og hann sprengdur í loft upp. Tuttugu og sjö særðust og er sumum þeirra ekki hugað líf. Það voru sjítar sem fögnuðu brúðkaupinu en þeir eru eitt af meginskotmörkum hryðjuverkamanna í Írak sem vilja valda upplausn og ringulreið í aðdraganda kosninganna sem eiga að fara fram eftir tæpa viku. Þó að Bandaríkjamenn og Bretar segi ljóst að hersveitir þeirra verði í Írak uns þarlendar sveitir eru færar um að taka við störfum þeirra greinir breska blaðið Guardian frá því í dag að nú þegar liggi fyrir áætlanir um brotthvarf frá Írak við fyrsta tækifæri. Í Washington, Bagdad og Lundúnum er hermt að áherlsa sé lögð á að eiga slíkar áætlanir kæmi til þess að ný, íröksk ríkisstjórn bæði hersetuveldin að hverfa á brott. Talsmenn breskra stjórnvalda neita því að dagsetningar liggi fyrir og segja sérfræðingar þeirra ljóst að yrði ákvörðun um brotthvarf tekin í dag tæki það í það minnsta allt þetta ár að flytja mannskap og búnað á brott. Sérfræðingar bresku utanríkis- og varnarmálaráðuneytanna meta írakska herinn svo að aðeins fimm þúsund af um 120 þúsund hermönnum séu nægilega vel þjálfaðir til að geta tekist á við starfann. Nefndarmaður í bresku varnarmálanefndinni, sem er nýkominn frá Bagdad, metur ástandið svo að erlendar hersveitir verði í Írak í tíu til fimmtán ár þar sem Írakar sjálfir séu ekki og verði ekki um hríð færir um að takast sjálfir á við ástandið í landinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira