Erlent

Danir kærðir fyrir misþyrmingar

Fimm danskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að misþyrma íröskum föngum sem haldið var í herbúðum nærri Basra í fyrra. Hæst setti hermaðurinn, höfuðsmaður, sætir fjórum ákærum fyrir vanrækslu við störf. Höfuðsmaðurinn og fjórir herlögreglumenn eru allir ákærðir fyrir að neita föngum um mat og vatn, neyða þá til að vera í óþægilegum stellingum við yfirheyrslur og að nota niðrandi orðalag um þá. Farið verður fram á fangelsisdóm yfir höfuðsmanninum. Hann var ekki nafngreindur en vitað er að í fyrra sætti Annemette Hommel rannsókn fyrir að misþyrma föngum. Hún tjáir sig ekkert um fréttirnar nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×