Erlent

ESB íhugar auglýsingabann

Evrópusambandið íhugar að banna auglýsingar á sælgæti og skyndibitamat grípi framleiðendur ekki sjálfir til sinna ráða. Offituvandi barna og unglinga í Evrópu er alvarlegur að mati matvælaráðherra sambandsins sem ætlar að leggja fram tillögur að samræmdum reglum sem fyrirtækin geti sett sér í þessu efni. Ný skýrsla sýnir að börn og unglingar eru í mörg hver í vanda stödd og kljást við offitu. Til að mynda eru 36 prósent allra níu ára ítalskra barna of feit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×