Landsvirkjun verður hlutafélag 17. febrúar 2005 00:01 Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira