Erlent

Má ekki banna hjónabönd

Dómari í Kaliforníuríki úrskurðaði í gær að það samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna að banna hommum og lesbíum að ganga í hjónaband því með því væri verið að brjóta jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Hjónabönd samkynhneigðra eru mikið hitamál í Bandaríkjunum um þessar mundir og mörg ríki samþykktu bann við slíkum hjónaböndum þegar gengið var til kosninga síðasta haust. Líklegt er að úrskurði dómarans frá því í gær verði áfrýjað til hæstaréttar Kaliforníuríkis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×