Ógnarjafnvæginu raskað 10. febrúar 2005 00:01 Þeir sem héldu að kjarnorkuvánni hefði verið bægt frá við endalok kalda stríðsins þurfa að endurskoða afstöðu sína því blikur eru á lofti í þessum efnum. Íranar segjast ætla að halda áfram að auðga úran sýnist þeim svo og í ljós er komið að kjarnavopnabirgðir Bandaríkjamanna í Evrópu eru mun meiri en áður var talið. Alvarlegust hlýtur þó að vera yfirlýsing Norður-Kóreumanna um að þeir hafi yfir kjarnorkusprengjum að ráða, Langur aðdragandi Í gær lýstu stjórnvöld í Norður-Kóreu því í fyrsta skipti opinberlega yfir að þeim hefði tekist að smíða kjarnorkuvopn. Þau segja slík vopn nauðsynleg til að verja landið gegn ágangi Bandaríkjamanna og neita að taka þátt í afvopnunarviðræðum um sinn. Þar með er Norður-Kórea opinberlega komin í hóp kjarnavopnaríkja en auk þeirra hafa Bandaríkjamenn, Rússar, Bretar, Frakkar, Kínverjar, Indverjar, Pakistanar og Ísraelar yfir slíkum vopnum að ráða. Norður-Kóreumenn hafa framleitt kjarnorkueldsneyti í nokkra áratugi en árið 1994 skrifuðu þarlend stjórnvöld undir samkomulag við Bandaríkjastjórn um að hætta öllum kjarnorkutilraunum. Í staðinn skuldbundu Bandaríkjamenn sig til að útvega Norður-Kóreumönnum umtalsvert magn af olíu og aðstoða þá við að byggja upp kjarnorkuver sem ekki gætu framleitt geislavirk efni sem nota mætti til kjarnavopnagerðar. Árið 2002 hljóp hins vegar snurða á þráðinn þegar upp komst að Norður-Kóreumenn hefðu haldið áfram að reyna að koma sér upp kjarnavopnum og hættu þá Bandaríkjamenn aðstoð sinni. Í kjölfarið voru fulltrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar reknir úr landi, kommúnistastjórnin sagði sig frá sáttmálanum um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna og hélt tilraunum áfram sem aldrei fyrr. Síðustu tvö ár hafa Bandaríkjamenn, Kínverjar, Japanar, Rússar og Suður-Kóreumenn reynt árangurslaust að semja við Norður-Kóreumenn um að láta af tilraunum gegn efnahagsaðstoð. Í september á síðasta ári mættu norður-kóresk stjórnvöld ekki til viðræðnanna vegna þess að þau töldu Bandaríkjastjórn sér óvinveitta. Vonast var hins vegar til að þau kæmu aftur að samningaborðinu fljótlega þar sem Bush Bandaríkjaforseti stillti sig um að átelja ríkið í stefnuræðu sinni á dögunum en fyrir þremur árum sagði hann Norður-Kóreu vera eitt af öxulveldum hins illa. Með öll tromp á hendi Ekki er talið að Norður-Kóreumenn búi yfir mörgum kjarnorkusprengjum, í hæsta lagi sex talsins. Engar tilraunir hafa farið fram með vopnin en slíkar prófanir eru nauðsynlegar til að hægt sé að beita slíkum vopnum. Því telja margir stjórnmálaskýrendur að í yfirlýsingu norður-kóreskra stjórnvalda felist í raun ekkert nýtt heldur séu þau með henni að reyna að bæta samningsstöðu sína gagnvart hinum ríkjunum fimm. Á þessum nótum töluðu til dæmis japanskir ráðamenn í gær og Condoleezza Rice, nýskipaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst mundu "skoða málið" og hvatti Norður-Kóreumenn til viðræðna enda hefðu þeir ekkert að óttast af hendi Bandaríkjamanna. Almenningur í Japan og Suður-Kóreu er hins vegar ekki eins rólegur enda veit fólk þar sem er að eldflaugar Norður-Kóreumanna geta auðveldlega dregið þangað. Nú þegar eiga þeir langdrægar flaugar sem geta flogið allt að tvö þúsund kílómetra en vitað er að þeir hafa lengið unnið að þróun eldflauga sem dregið geta allt að sex þúsund kílómetra. Með slíkum flaugum gætu Norður-Kóreumenn eytt borgum í Alaska sýndist þeim svo. Meiri ástæða er þó til að hafa áhyggjur af því að norður-kóresk stjórnvöld selji kjarnavopn til annarra ríkja eða jafnvel hryðjuverkasamtaka enda veitir þeim ekki af peningum. Á allra vitorði er að Norður-Kóreumenn - svo og mörg önnur ríki, til dæmis Bandaríkin - hafa selt eldflaugar víða um heim og talið er að þeir hafi á sínum tíma einnig selt auðgað úran til Líbíumanna. Ráðamönnum á Vesturlöndum hrýs eflaust hugur við þeirri stöðu og eru því væntanlega til viðræðu um enn frekari tilslakanir við samningaborðið. Hvernig sem á það er litið virðast Norður-Kóreumenn því hafa öll tromp á hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Þeir sem héldu að kjarnorkuvánni hefði verið bægt frá við endalok kalda stríðsins þurfa að endurskoða afstöðu sína því blikur eru á lofti í þessum efnum. Íranar segjast ætla að halda áfram að auðga úran sýnist þeim svo og í ljós er komið að kjarnavopnabirgðir Bandaríkjamanna í Evrópu eru mun meiri en áður var talið. Alvarlegust hlýtur þó að vera yfirlýsing Norður-Kóreumanna um að þeir hafi yfir kjarnorkusprengjum að ráða, Langur aðdragandi Í gær lýstu stjórnvöld í Norður-Kóreu því í fyrsta skipti opinberlega yfir að þeim hefði tekist að smíða kjarnorkuvopn. Þau segja slík vopn nauðsynleg til að verja landið gegn ágangi Bandaríkjamanna og neita að taka þátt í afvopnunarviðræðum um sinn. Þar með er Norður-Kórea opinberlega komin í hóp kjarnavopnaríkja en auk þeirra hafa Bandaríkjamenn, Rússar, Bretar, Frakkar, Kínverjar, Indverjar, Pakistanar og Ísraelar yfir slíkum vopnum að ráða. Norður-Kóreumenn hafa framleitt kjarnorkueldsneyti í nokkra áratugi en árið 1994 skrifuðu þarlend stjórnvöld undir samkomulag við Bandaríkjastjórn um að hætta öllum kjarnorkutilraunum. Í staðinn skuldbundu Bandaríkjamenn sig til að útvega Norður-Kóreumönnum umtalsvert magn af olíu og aðstoða þá við að byggja upp kjarnorkuver sem ekki gætu framleitt geislavirk efni sem nota mætti til kjarnavopnagerðar. Árið 2002 hljóp hins vegar snurða á þráðinn þegar upp komst að Norður-Kóreumenn hefðu haldið áfram að reyna að koma sér upp kjarnavopnum og hættu þá Bandaríkjamenn aðstoð sinni. Í kjölfarið voru fulltrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar reknir úr landi, kommúnistastjórnin sagði sig frá sáttmálanum um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna og hélt tilraunum áfram sem aldrei fyrr. Síðustu tvö ár hafa Bandaríkjamenn, Kínverjar, Japanar, Rússar og Suður-Kóreumenn reynt árangurslaust að semja við Norður-Kóreumenn um að láta af tilraunum gegn efnahagsaðstoð. Í september á síðasta ári mættu norður-kóresk stjórnvöld ekki til viðræðnanna vegna þess að þau töldu Bandaríkjastjórn sér óvinveitta. Vonast var hins vegar til að þau kæmu aftur að samningaborðinu fljótlega þar sem Bush Bandaríkjaforseti stillti sig um að átelja ríkið í stefnuræðu sinni á dögunum en fyrir þremur árum sagði hann Norður-Kóreu vera eitt af öxulveldum hins illa. Með öll tromp á hendi Ekki er talið að Norður-Kóreumenn búi yfir mörgum kjarnorkusprengjum, í hæsta lagi sex talsins. Engar tilraunir hafa farið fram með vopnin en slíkar prófanir eru nauðsynlegar til að hægt sé að beita slíkum vopnum. Því telja margir stjórnmálaskýrendur að í yfirlýsingu norður-kóreskra stjórnvalda felist í raun ekkert nýtt heldur séu þau með henni að reyna að bæta samningsstöðu sína gagnvart hinum ríkjunum fimm. Á þessum nótum töluðu til dæmis japanskir ráðamenn í gær og Condoleezza Rice, nýskipaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst mundu "skoða málið" og hvatti Norður-Kóreumenn til viðræðna enda hefðu þeir ekkert að óttast af hendi Bandaríkjamanna. Almenningur í Japan og Suður-Kóreu er hins vegar ekki eins rólegur enda veit fólk þar sem er að eldflaugar Norður-Kóreumanna geta auðveldlega dregið þangað. Nú þegar eiga þeir langdrægar flaugar sem geta flogið allt að tvö þúsund kílómetra en vitað er að þeir hafa lengið unnið að þróun eldflauga sem dregið geta allt að sex þúsund kílómetra. Með slíkum flaugum gætu Norður-Kóreumenn eytt borgum í Alaska sýndist þeim svo. Meiri ástæða er þó til að hafa áhyggjur af því að norður-kóresk stjórnvöld selji kjarnavopn til annarra ríkja eða jafnvel hryðjuverkasamtaka enda veitir þeim ekki af peningum. Á allra vitorði er að Norður-Kóreumenn - svo og mörg önnur ríki, til dæmis Bandaríkin - hafa selt eldflaugar víða um heim og talið er að þeir hafi á sínum tíma einnig selt auðgað úran til Líbíumanna. Ráðamönnum á Vesturlöndum hrýs eflaust hugur við þeirri stöðu og eru því væntanlega til viðræðu um enn frekari tilslakanir við samningaborðið. Hvernig sem á það er litið virðast Norður-Kóreumenn því hafa öll tromp á hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira