Keppast um hylli 300.000 flokkssystkina 25. október 2005 05:00 David Davis Fulltrúi hægriarmsins. MYND/AP "Davíðarnir tveir" í leiðtogaslag brezka Íhaldsflokksins, David Cameron og David Davis, keppast á næstu vikum um hylli hinna 300.000 flokkssystkina sinna. Stuðningsmenn Camerons trúa honum til að geta endurnýjað flokkinn líkt og Tony Blair endurnýjaði Verkamannaflokkinn. Davis á stuðning hægri arms flokksins vísan. Þeir Cameron og Davis stóðu einir eftir af upprunalega fimm keppinautum um flokksleiðtogastólinn er síðasta útsláttaratkvæðagreiðslan fór fram í þingflokknum á fimmtudaginn. Af frambjóðendunum fimm dró Malcolm Rifkind sig fyrstur í hlé. Í fyrstu atkvæðagreiðslunni heltist Kenneth Clarke úr lestinni. Liam Fox var síðan sá þriðji sem féll úr leik er hann fékk færri atkvæði en þeir Cameron og Davis. Það munaði reyndar minnu á honum og Davis en búizt var við - Fox fékk 51 atkvæði en Davis 57. Cameron fékk afgerandi mestan stuðning, 90 atkvæði. Hefði hann fengið hreinan meirihluta í atkvæðagreiðslunni hefði Davis hugsanlega dregið sig í hlé og Cameron þar með staðið uppi sem nýr leiðtogi án þess að almennir flokksmenn fengju færi á að segja sitt álit. Í skoðanakönnunum meðal flokksmanna hefur reyndar stuðningurinn mælst öllu meiri við Cameron en Davis að undanförnu og Davis mun því eiga á brattann að sækja. Eton og bæjarblokk Mikill munur er á félagslegum uppruna þeirra Camerons og Davis. Cameron, sem verður fertugur á næsta ári, er af vel þénandi menntafólki kominn, gekk í Eton-heimavistarskólann og háskólann í Oxford. Eiginkona hans er af aðalsættum. Davis aftur á móti ólst upp hjá einstæðri móður í bæjarblokk í suðurhluta Lundúna en komst til mennta þar sem honum hlauzt styrkur frá hernum til háskólanáms. Hann þjónaði sem varaliðsmaður sérsveitar í hernum og stærir sig af því að hafa nefbrotnað fimm sinnum. Davis, sem er nú 56 ára, sótti nám í Harvard-háskóla og hóf árangursríkan feril í viðskiptum áður en stjórnmálin urðu hans aðalstarf. Hann hefur setið á þingi síðan 1987 og vann sig smám saman upp metorðastigan innan flokksins. Árið 2001 bauð hann sig fram í leiðtogakjöri en heltist hins vegar úr lestinni strax í fyrstu umferð. Davis studdi þá Iain Duncan Smith, sem vann og gerði Davis að einum formanna flokksins. Síðan þá hefur hann beðið síns tíma. Davis er talsmaður flokksins í innanríkismálum og mikill talsmaður elfdrar löggæslu og strangrar innflytjendastefnu. Eftir að Michael Howard tilkynnti eftir kosningarnar í vor að hann hygðist hætta sem flokksleiðtogi í haust var Davis lengi talinn sigurstranglegastur. Margir flokksmenn töldu hann líklegan til að höfða til breiðari kjósendahóps vegna verkalýðsuppruna síns og þannig færan um að gera Íhaldsflokkinn samkeppnisfærari við Verkamannaflokkinn í næstu kosningum. En sú staða breyttist eftir að hann flutti frekar misheppnaða ræðu á flokksþingi flokksins í Blackpool fyrr í haust. Þar tókst Cameron aftur á móti að heilla flokksþingsfulltrúa með blaðlaust fluttri andríkri ræðu. Hann hefur líka unnið prik hjá mörgum flokksmönnum með því hvernig hann hefur tekið á tilraunum æsifréttablaða til að gera hann tortryggilegan með spurningum um hvort hann hafi einhvern tímann neytt ólöglegra fíkniefna. Maður nýrra hugmynda Stuðningsmenn Camerons hampa honum sem manni nýrra hugmynda. Honum fylgi þeir fersku vindar sem flokkurinn þurfi á að halda til að eygja möguleika á að skáka Verkamannaflokki Blairs og Browns út úr stjórnarráðinu. Hann sé fær um að endurnýja flokkinn með sambærilegum hætti og Blair gerði við Verkamannaflokkinn á sínum tíma. Þeir íhaldsmenn sem ekki eru eins sannfærðir um ágæti Camerons benda á að hann skorti reynslu, þar sem hann hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2001. En Cameron er vel heima í valdataflinu í Westminster. Hann gekk til liðs við rannsóknaþjónustu Íhaldsflokksins árið 1988, þá 22 ára að aldri, vann sem sérlegur ráðgjafi Norman Lamont, þáverandi fjármálaráðherra, og aðstoðaði John Major forsætisráðherra við undirbúning þingkappræðna um miðjan tíunda áratuginn. Cameron er nú talsmaður flokksins í menntamálum og er mjög áfram um betri aðbúnað sérkennsluskóla fyrir fötluð börn. Sjálfur á hann fjölfatlaðan son. "Við verðum að umbylta flokknum okkar," segir Cameron í stefnuyfirlýsingu sinni. "Hann verður að líta út, finna til, hugsa og hegða sér eins og alveg nýr félagsskapur. ... Það er kominn tími til að endurmóta gildi okkar í takt við þá tíma sem við lifum á," segir hann. Úrslitin úr leiðtogakjörinu verða kunngjörð þann 6. desember. Erlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
"Davíðarnir tveir" í leiðtogaslag brezka Íhaldsflokksins, David Cameron og David Davis, keppast á næstu vikum um hylli hinna 300.000 flokkssystkina sinna. Stuðningsmenn Camerons trúa honum til að geta endurnýjað flokkinn líkt og Tony Blair endurnýjaði Verkamannaflokkinn. Davis á stuðning hægri arms flokksins vísan. Þeir Cameron og Davis stóðu einir eftir af upprunalega fimm keppinautum um flokksleiðtogastólinn er síðasta útsláttaratkvæðagreiðslan fór fram í þingflokknum á fimmtudaginn. Af frambjóðendunum fimm dró Malcolm Rifkind sig fyrstur í hlé. Í fyrstu atkvæðagreiðslunni heltist Kenneth Clarke úr lestinni. Liam Fox var síðan sá þriðji sem féll úr leik er hann fékk færri atkvæði en þeir Cameron og Davis. Það munaði reyndar minnu á honum og Davis en búizt var við - Fox fékk 51 atkvæði en Davis 57. Cameron fékk afgerandi mestan stuðning, 90 atkvæði. Hefði hann fengið hreinan meirihluta í atkvæðagreiðslunni hefði Davis hugsanlega dregið sig í hlé og Cameron þar með staðið uppi sem nýr leiðtogi án þess að almennir flokksmenn fengju færi á að segja sitt álit. Í skoðanakönnunum meðal flokksmanna hefur reyndar stuðningurinn mælst öllu meiri við Cameron en Davis að undanförnu og Davis mun því eiga á brattann að sækja. Eton og bæjarblokk Mikill munur er á félagslegum uppruna þeirra Camerons og Davis. Cameron, sem verður fertugur á næsta ári, er af vel þénandi menntafólki kominn, gekk í Eton-heimavistarskólann og háskólann í Oxford. Eiginkona hans er af aðalsættum. Davis aftur á móti ólst upp hjá einstæðri móður í bæjarblokk í suðurhluta Lundúna en komst til mennta þar sem honum hlauzt styrkur frá hernum til háskólanáms. Hann þjónaði sem varaliðsmaður sérsveitar í hernum og stærir sig af því að hafa nefbrotnað fimm sinnum. Davis, sem er nú 56 ára, sótti nám í Harvard-háskóla og hóf árangursríkan feril í viðskiptum áður en stjórnmálin urðu hans aðalstarf. Hann hefur setið á þingi síðan 1987 og vann sig smám saman upp metorðastigan innan flokksins. Árið 2001 bauð hann sig fram í leiðtogakjöri en heltist hins vegar úr lestinni strax í fyrstu umferð. Davis studdi þá Iain Duncan Smith, sem vann og gerði Davis að einum formanna flokksins. Síðan þá hefur hann beðið síns tíma. Davis er talsmaður flokksins í innanríkismálum og mikill talsmaður elfdrar löggæslu og strangrar innflytjendastefnu. Eftir að Michael Howard tilkynnti eftir kosningarnar í vor að hann hygðist hætta sem flokksleiðtogi í haust var Davis lengi talinn sigurstranglegastur. Margir flokksmenn töldu hann líklegan til að höfða til breiðari kjósendahóps vegna verkalýðsuppruna síns og þannig færan um að gera Íhaldsflokkinn samkeppnisfærari við Verkamannaflokkinn í næstu kosningum. En sú staða breyttist eftir að hann flutti frekar misheppnaða ræðu á flokksþingi flokksins í Blackpool fyrr í haust. Þar tókst Cameron aftur á móti að heilla flokksþingsfulltrúa með blaðlaust fluttri andríkri ræðu. Hann hefur líka unnið prik hjá mörgum flokksmönnum með því hvernig hann hefur tekið á tilraunum æsifréttablaða til að gera hann tortryggilegan með spurningum um hvort hann hafi einhvern tímann neytt ólöglegra fíkniefna. Maður nýrra hugmynda Stuðningsmenn Camerons hampa honum sem manni nýrra hugmynda. Honum fylgi þeir fersku vindar sem flokkurinn þurfi á að halda til að eygja möguleika á að skáka Verkamannaflokki Blairs og Browns út úr stjórnarráðinu. Hann sé fær um að endurnýja flokkinn með sambærilegum hætti og Blair gerði við Verkamannaflokkinn á sínum tíma. Þeir íhaldsmenn sem ekki eru eins sannfærðir um ágæti Camerons benda á að hann skorti reynslu, þar sem hann hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2001. En Cameron er vel heima í valdataflinu í Westminster. Hann gekk til liðs við rannsóknaþjónustu Íhaldsflokksins árið 1988, þá 22 ára að aldri, vann sem sérlegur ráðgjafi Norman Lamont, þáverandi fjármálaráðherra, og aðstoðaði John Major forsætisráðherra við undirbúning þingkappræðna um miðjan tíunda áratuginn. Cameron er nú talsmaður flokksins í menntamálum og er mjög áfram um betri aðbúnað sérkennsluskóla fyrir fötluð börn. Sjálfur á hann fjölfatlaðan son. "Við verðum að umbylta flokknum okkar," segir Cameron í stefnuyfirlýsingu sinni. "Hann verður að líta út, finna til, hugsa og hegða sér eins og alveg nýr félagsskapur. ... Það er kominn tími til að endurmóta gildi okkar í takt við þá tíma sem við lifum á," segir hann. Úrslitin úr leiðtogakjörinu verða kunngjörð þann 6. desember.
Erlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira