Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum 10. janúar 2005 00:01 "Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu. Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
"Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira