Innlent

Nýr formaður Öryrkjabandalagsins

Emil Thóroddsen tók við formennsku í Öryrkjabandalagi Íslands í gær en Garðar Sverrisson lét af formennsku af heilsufarsástæðum. Emil var áður varaformaður Öryrkjabandalagsins og hefur einnig verið framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands síðan 1994. Hann tók sæti í aðalstjórn Öryrkjabandalagsins sama ár og var kosinn í framkvæmdastjórn þess árið 1999. Hann varð varaformaður ári seinna og hefur gegnt þeirri stöðu þar til nú. Garðar Sverrisson tók fyrst sæti í aðalstjórn Öryrkjabandalagsins árið 1996, var kjörinn varaformaður þess árið 1997 og formaður árið 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×